Hér finnur þú svör við algengum spurningum um brunavarnir, brunahólf og þéttingar. Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að, endilega hafðu samband.

Hvað gerir brunavernd?

Við sérhæfum okkur í brunavörnum fyrir heimili og fyrirtæki. Við einangrum rör, göt og op milli veggja og gólfa til að koma í veg fyrir að eldur eða reykur dreifist

Af hverju eru brunavarnir svona mikilvægar?

Rétt brunavörn getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir mikið eignatjón. Hún hægir á útbreiðslu elds og gefur fólki meiri tíma til að komast í öryggi.

Setjið þið upp brunavarnir í bæði nýbyggingum og eldri húsum?

Já. við vinnum bæði í nýbyggingum og þegar verið er að endurnýja eldri hús. Við finnum lausn sem hentar hverju verkefni

Hvernig veit ég hvort ég þarf brunavörn?

Ef verið er að leggja ný rör, rafmagn eða loftræstingu í gegnum veggi eða gólf, þarftu brunavörn til að loka götum.

Hvaða efni notið þið?

Við notum aðeins vottuð brunavarnefni sem standast allar evrópskar brunakröfur og tryggja hámarksöryggi.

Get ég fengið ókeypis tilboð?

Já. þú getur sent okkur fyrirspurn í gegnum hafa samband og við höfum samband og skipuleggjum skoðun.

Hvað er brunahólf?

Brunahólf er afmarkað svæði innan byggingar sem er hannað til að halda eldi innan ákveðinna veggja eða gólfplata í ákveðinn tíma. 

Hver er líftími brunaþéttinga?

Líftími brunaþéttinga fer eftir gerð efnis, rakastigi og notkunarskilyrðum, en almennt er hann 20–30 ár ef efnið er rétt uppsett og viðhaldið.
Ef um er að ræða byggingu þar sem mikið er um breytingar á rörum eða strengjum, ætti að skoða og endurnýja þéttingarnar reglulega.
Við mælum með að láta framkvæma árlega eða reglubundna úttekt til að tryggja að brunavarnir séu enn í fullu gildi og uppfylli staðla (t.d. EI60–EI120).